Leikfélagið frumsýnir næstkomandi fimmtudag, 10. janúar, Harmur, hundar og hýrar konur. Hér er á ferðinni dagskrá úr fjórum leikþáttum, innlendum og erlendum. Þættirnir eru Arfurinn eftir Örn Alexandersson, Samtal fyrir eina rödd og Við höfum allar sömu sögu að segja eftir Dario Fo og Franca Rame og Girnd á Geirsnefi eftir Dennis Schebetta. Örn Alexandersson leikstýrir eigin þætti en Hörður Sigurðarson hinum en alls taka 10 leikarar þátt í uppfærslunni.
Miða má kaupa á: https://www.midakaup.is/kopleik/harmur-hundar-og-hyrar-konur. Skuldlausir félagsmenn fá einn frímiða með því að senda póst á midasala@kopleik.is.
ATH! Við mælum ekki með dagskránni fyrir yngri en 12 ára.
Lesa nánar: Harmur, hundar og hýrar konur