Sunnudaginn 29. jan. kl. 20.00 verður frumsýning á stuttri leikdagskrá sem ber yfirheitið Líf, dauði og lygar. Dagskráin samanstendur af þremur leikþáttum, einum íslenskum og tveimur erlendum. Íslenski leikþátturinn er Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Arnfinns Daníelssonar. Erlendu þættirnir eru Blint stefnumót eftir Samara Siskind og Sjóðandi fólk eftir Jonathan Yukich, báðir í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar.

Skúli Rúnar Hilmarsson sér um lýsingu og Sara Dögg Davíðsdóttir um förðun. Miðapantanir eru á www.kopleik.is og miðaverð er 1.000 kr.

Valdimar Lárus Júlíusson og Stefán Bjarnarson í leikþættinum Sjóðandi fólk.