Í byrjun september var LK tjáð að af hálfu Félagsheimilis Kópavogs að allri starfsemi þess yrði hætt frá og með 1. júlí 2007. Þann 27. september var stjórn boðuð á fund með bæjarritara Páli Magnússyni til að tjá okkur uppsögn á aðstöðu félagsins. Á þeim fundi kom fram að hugsanlega yrði hafist handa við framkvæmdir í FK eftir áramót og því einhver truflun vegna þeirra. Þá lá heldur ekki ljóst fyrir hvort eða hvaða aðstöðu LK fengi til starfseminar þar sem ákvörðun um slíkt hafi ekki verið tekin að hálfu Kópavogsbæjar. Var okkur tjáð að við yrðum látin vita fljótlega hvaða ákvörðun yrði tekin. Enn hefur Kópavogsbær ekki haft samband við okkur og því ríkir ákveðinn óvissa um aðstöðu félagsins. Þann 26. nóvember s.l. sendi því LK formlegt bréf til bæjarráðs og óskaði eftir fundi með bæjaryfirvöldum varðandi húsnæðismál. Formlegt svar hefur enn ekki borist. Þetta eru ekki góðar fréttir þegar 50 ára afmæli LK gengur í garð árið 2007. Félagsmenn fá nánari fréttir af gangi mála þegar eitthvað gerist.