Aðalfundur Leikfélagsins fór fram 20. júní. Fundarstjóri var Jónheiður Ísleifsdóttir og Helga Björk Pálsdóttir fundarritari. Hörður Sigurðarson formaður flutti skýrslu stjórnar sem sýndi að nýliðið leikárið var einstaklega blómlegt, unglingastarfið dafnaði, mikið var gert í að þjálfa og fræða félagsmenn og góður hópur nýliða bættist flokkinn sem fyrir var. Sett var upp geisivinsæl barnasýning sem byggðist á ljóðum Stefáns Jónssonar um Gutta og fleira fólk, alls konar styttri þættir voru færðir upp, haldið í víking til útlanda og margt fleira. Á aðalfundinum var kjörin ný stjórn félagsins. Hún nú þannig skipuð: Hörður Sigurðarson er formaður og Héðinn Sveinbjörnsson varaformaður, aðrir í stjórn eru Örn Alexandersson, Arnfinnur Daníelsson og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Í varastjórn eru Anna Margrét Pálsdóttir, Helga Björk Pálsdóttir og Jónheiður Ísleifsdóttir.