Allt komið á fullt

Starfsemi félagsins er nú komin á fullan skrið. Undanfarið hafa staðið yfir námskeið fyrir tvo aldurshópa barna og unglinga undir handleiðslu Ástbjargar Rutar Jónsdóttur. Annars vegar er hópur 11 og 12 ára barna og hins vegar 13–16 ára unglinga. Alls sækja 24 þátttakendur námskeiðin og skín brenanndi áhugi og sköpunarkraftur úr hverju andliti. Leikstarf með yngri aldurshópnum er tilraunaverkefni og verður ekki annað sagt en að sú tilraun hafi lukkast vel, aðsóknin er góð og krakkarnir sýna mikinn áhuga. Báðum námskeiðunum lýkur í nóvember með einfaldri leiksýningu.

0 Slökkt á athugasemdum við Allt komið á fullt 531 01 október, 2013 Fréttir október 1, 2013

Sýningar framundan

  1. Leikróf – leikdagskrá

    1. júní kl. 17:00 - 18:00
  2. Leikróf – leikdagskrá

    2. júní kl. 19:30 - 20:30

Stiklur úr sýningum