Author: lensherra

Hvað stendur til lau. 25. ágúst?

Nýtt leikár hjá Leikfélagi Kópavogs er handan við hornið og fyrsta verkefni vetrarins hefst formlega laugardaginn 25. ágúst kl. 10.00. Um er að ræða fyrsta samlestur á nýjum farsa sem tekinn verður til æfinga í lok mánaðarins í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Stefnt er á frumsýningu seinni hluta október. Allir velkomnir, nýir félagar jafnt sem gamlir. Samlesturinn verður í Leikhúsinu Funalind 2. Nánari upplýsingar á lk@kopleik.is. Nýir félagar athugið að hægt er að skrá sig í félagið...

Read More

Tónleikar til styrktar leikferð fim. 5. júlí

Eins og áður hefur komið fram er leiksýningin okkar Svarti kassinn á leið til Litháen á leiklistarhátíð í lok mánaðarins. Af því tilefni er efnt til fjáröflunartónleika í Leikhúsinu, fim. 5. júlí næstkomandi. Fram koma hljómsveitirnar Shockmonkey, Alfatrak, Leikhúsbandið, Refur og Svartkassabandið. Léttar veitingar verða til sölu og einnig hver miði gildir sem happdrættismiði þar sem finna má veglega vinninga og einnig er lukkuhjól á staðnum. Styrktarmiðaverð er 2.500 kr. og hægt er að panta miða...

Read More

Flóamarkaður í Leikhúsinu á laugardag

Leikfélag Kópavogs hefur verið valið fyrir hönd Íslands, til að sýna leiksýninguna Svarta kassann á NEATA leiklistarhátíðinni í Litháen í ágúst! Að því tilefni höfum við ákveðið að halda flóamarkað næstkomandi laugardag, 30. júní, til styrktar ferðinni. Til sölu verður allt frá fötum, skóm, skartgripum, bókum, heimilisvörum, allskyns góðgæti og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni! Flóamarkaðurinn opnar kl. 13.00 og stendur fram eftir degi. Við heitum á vini og velunnara að leggja okkur lið og mæta á þennan skemmtilega...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2016-2017

Almennt Leikfélagið fagnaði 60 ára afmæli á þessu leikári og því var starfsemin óvenju viðamikil að þessu sinni. Frumsýndar voru meðal annars þrjár frumsamdar leiksýningar. Flestir virðast vera sammála um að vel hafi tekist til. Framkvæmdastjóri Stjórn leikfélagsins samþykkti í upphafi leikárs þá nýjung að ráða Hörð Sigurðarson framkvæmdastjóra hússins. Hann hefur meðal annars séð um það sem viðkemur húsinu sjálfu og er tengill við hópa sem fá inni. Þetta hefur reynst einkar vel og hefur stjórn hug á að hafa sama fyrirkomulag á næsta leikári. Leiklistarskóli Bandalagsins Að þessu sinni sóttu þrír nemendur skólann frá Leikfélaginu í júní 2016. Eins og áður styrkti félagið nemendur með smá upphæð. Það er stefna félagsins að auðvelda félagsmönnum að sækja námskeiðin með því að styrkja þá að hluta og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Eins og áður var hópur frá Götuleikhúsinu í samvinnu við vinnuskóla Kópavogs í húsinu í júní og júlí. Engir hnökrar voru á veru þeirra í húsinu og umgengni til fyrirmyndar. Snertu mig – ekki! Fyrsta frumsýning leikársins var um miðjan september á verkinu Snertu mig – ekki! eftir Örn Alexandersson í leikstjórn Sigrúnar Tryggvadóttur. Alls voru átta sýningar á verkinu og aðsókn var góð. Leitin að sumrinu Önnur frumsýning leikársins fylgdi fast í kjölfarið, en barnaleikritið Leitin að sumrinu var frumsýnd í október. Þrír gamalreyndir félagar úr leikfélaginu þeir Guðmundur L. Þorvaldsson, Ástþór Ágústsson og Magnús Guðmundsson...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn 18. júní næstkomandi kl. 19.30 í Leikhúsinu að Funalind 2. Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf. Nánari upplýsinga er hægt að óska...

Read More