Author: lensherra

Snertu mig… góðar viðtökur

Sýningin Snertu mig – ekki! hefur fengið afar góðar viðtökur frá því hún var frumsýnd. Áhorfendur hafa ekki legið á skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og á Leiklistarvefnum hafði Árni Hjartason m.a. þetta að segja: “Leikararnir í sýningunni [leysa] … verk sitt vel af hendi […] Sýningin er fagmannlega unnin […] Áhorfendur […] voru sýnilega ánægðir …” Aðeins þrjár sýningar eru eftir og þegar uppselt á eina...

Read More

Leiklistarnámskeið í október

Í byrjun október hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeið verður um 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 21 árs. Námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Námskeiðið hefst mánudaginn 3. október.  ...

Read More

Námskeið Unglingadeildar hefjast

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 26. september og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Hámarksfjöldi er 10 á hvort námskeið. Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á mánudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri.  Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit. Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn. Guðmundur sá um starf Unglingadeildar LK árið 2009,...

Read More

Snertu mig – ekki! 2016

Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! verður frumsýnt föstudaginn 16. september hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum, vandamál miðaldra karlmanns. Snertu mig – ekki! er eftir Örn Alexandersson, en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað með Leikfélagi Kópavogs en félagið á 60 ára afmæli á þessu nýhafna leikári. Verkið tekur um klukkustund í flutningi og taka þrír leikarar þátt í sýningunni, þau Anna Margrét Pálsdóttir, Arnfinnur Daníelsson og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir. Lýsing er í höndum Skúla Rúnars...

Read More

Frumsýning á Snertu mig – ekki!

Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! verður frumsýnt föstudaginn 16. september hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra, eða eins og vinsælt hefur verið í íslenskum bíómyndum, vandamál miðaldra karlmanns. Snertu mig – ekki! er eftir Örn Alexandersson, en leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Örn og Sigrún hafa lengi starfað með Leikfélagi Kópavogs en félagið á 60 ára afmæli á þessu nýhafna leikári. Verkið tekur um klukkustund í flutningi og taka þrír leikarar þátt í sýningunni, þau Anna Margrét Pálsdóttir, Arnfinnur Daníelsson og Guðný Hrönn Sigmundsdóttir. Lýsing er í höndum Skúla Rúnars...

Read More