Author: lensherra

Nýr og endurbættur vefur

Nýr og endurbættur vefur Leikfélags Kópavogs hefur verið tekinn í notkun. Allnokkrar útlitsbreytingar ættu að vera nokkuð augljósar en helsta markmiðið með uppfærslunni var þó það sem undir liggur. Gamli vefurinn byggði á gamalli og úr sér genginni tækni en nú eftir uppfærslu bjóðast fjölmargir möguleikar til að þjóna lesendum, áhorfendum, félagsmönnum og velunnurum enn betur en áður. Uppfærslan var löngu tímabær og þó enn sé margt ógert í nýja vefnum er það trú okkar að kostir hans leyni sér ekki miðað við það gamla. Allar ábendingar er varða efni, útlir og virkni vefsins eru vel þegnar og má...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2015-2016

Almennt Eftir eitt viðamesta leikár frá upphafi á síðasta leikári var öllu rólegra yfir starfseminni nú í ár. Fjölmörg verkefni hafa þó verið í gangi og mun afraksturinn m.a. koma í ljós í haust. Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2015 sóttu 3 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er nú kominn inn að nýju. Á rúmsjó Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Örn Alexandersson stýrði fimm leikurum í absúrdverkinu Á rúmsjó eftir Slavomir Mroszek. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við þokkalega aðsókn. Barna- og unglinganámskeið Hefðbundin starfsemi unglingadeildar fór fram september til nóvember. eins og venjulega. Eins og árið áður voru tveir hópar að störfum, 11-12 ára og 13-16 ára. Leiðbeinandi var Guðmundur L. Þorvaldsson og honum til halds og trausts var Guðlaug Björk Eiríksdóttir. Ástþór Ágústsson kom einnig við sögu í byrjun námskeiða þar sem Guðmundur var að leikstýra úti á landi. Þáttaka var með ágætum og samtals voru 20 þátttakendur á námskeiðunum tveimur. Yngri hópur mætti vikulega í 1 klst. í senn, 10 sinnum alls en sá eldri jafnoft en í...

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2015-2016

Almennt Eftir eitt viðamesta leikár frá upphafi á síðasta leikári var öllu rólegra yfir starfseminni nú í ár. Fjölmörg verkefni hafa þó verið í gangi og mun afraksturinn m.a. koma í ljós í haust. Leiklistarskólinn nemendur Í júní 2015 sóttu 3 félagsmenn námskeið í Leiklistarskóla BÍL. Það hefur verið stefna félagsins að reyna að styrkja félagsmenn með smá framlagi til að sækja sér menntun í skólanum og mun svo verða áfram. Götuleikhúsið Götuleikhús Kópavogs fékk inni í húsinu samkvæmt venju í júní og júlí í fyrra. Gekk þar allt með prýði eins og ávallt áður. Hópurinn er nú kominn inn að nýju. Á rúmsjó Fyrsta leikverk leikársins fór í vinnslu þegar síðastliðið sumar. Örn Alexandersson stýrði fimm leikurum í absúrdverkinu Á rúmsjó eftir Slavomir Mroszek. Frumsýnt var í byrjun október og var sýnt 6 sinnum við þokkalega aðsókn. Barna- og unglinganámskeið Hefðbundin starfsemi unglingadeildar fór fram september til nóvember. eins og venjulega. Eins og árið áður voru tveir hópar að störfum, 11-12 ára og 13-16 ára. Leiðbeinandi var Guðmundur L. Þorvaldsson og honum til halds og trausts var Guðlaug Björk Eiríksdóttir. Ástþór Ágústsson kom einnig við sögu í byrjun námskeiða þar sem Guðmundur var að leikstýra úti á landi. Þáttaka var með ágætum og samtals voru 20 þátttakendur á námskeiðunum tveimur. Yngri hópur mætti vikulega í 1 klst. í senn, 10 sinnum alls en sá eldri jafnoft en í...

Read More

Afmælisár Leikfélags Kópavogs

Leikfélag Kópavogs var stofnað 5. janúar 1957 og verður því 60 ára á næsta ári. Fjölmörg spennandi verkefni eru í bígerð af því tilefni, s.s. splunkunýtt barnaleikrit sem frumsýnt verður í haust og nýtt íslenskt leikrit sem einnig verður frumsýnt í haust. Þá verður blásið til leikdagskrár sem enn er að mótast og nánar verður sagt frá síðar. Einnig er ætlunin að gera skurk í að skrá betur sögu félagsins hér á vefnum. Talandi um vefinn stendur einnig fyrir dyrum uppfærsla á honum þegar líða fer á sumarið. Barna- og unglingastarfið verður á sínum stað og jafnvel viðameira en...

Read More

Hið Ubbalega

Leikfélag Hafnarfjarðar blæs til stuttverkahátíðar í tilefni þess að sýning félagsins Ubbi kóngur – skrípaleikur í mörgum atriðum – í leikstjórn Ágústu Skúladóttur var valin til þátttöku á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Austurríki í sumar. Stuttverkin eru innblásin af Ubba kóngi og höfundi hans, franska leikskáldinu Alfred Jarry. Áhorfendur mega því eiga von á ýmiskonar grodda, subbuskap og skrípalátum föstudaginn 20. maí, kl. 20.00, í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Aðeins verður sýnt einu sinni. Gestgjafi kvöldsins er Ubba drottning. Hún mun, af sinni alkunnu alúð, gestrisni og gáfum, sjá áhorfendum fyrir andlegri næringu milli verka, ásamt ástkærum eiginmanni sínum og auðmjúkum...

Read More