Author: lensherra

Leikárið formlega hafið

Leikárið hjá Leikfélagi Kópavogs hófst formlega í gær, þriðjudaginn 8. sept. með kynningu stjórnar félagsins á komandi leikári. Fjölbreytt og viðamikil starfsemi einkennir komandi leikár. Þegar eru hafnar æfingar á verkinu Á rúmsjó eftir Slamovir Mrożek og í gær hófust einnig barna- og unglinganámskeið sem þegar hefur verið sagt frá. Þá stendur fyrir dyrum Leikverksmiðja dr. Teatro sem betur er sagt frá annarsstaðar og einnig verður kannaður áhugi á byrjendanámskeiði í leiklist. Lesa nánar: Leikárið formlega...

Read More

Leikverksmiðja dr. Teatro

Bryddað er upp á nýjung í starfsemi leikfélagins í ár þar sem hinn dularfulli dr. Teatro mun starfrækja leikverksmiðju með tilraunaívafi. Doktorinn auglýsir eftir fólki sem er tilbúið að gerast tilraunamýs á rannsóknarstofu hans. Aðgangur verður að líkindum takmarkaður og um að gera að sækja um sem fyrst. Viðkomandi þurfa að skuldbinda sig til að gefa sig fram á rannsóknarstofunni 2-3 sinnum í viku og leggja á sig ýmsar þrautir. Afrakstur rannsóknanna er óljós á þessu stigi en mun væntanlega skýrast er fram líða stundir. Umsækjendur um starf tilraunamúsa sendi póst á lk@kopleik.is merkt Leikverksmiðja dr....

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Undanfarin ár hefur leikfélagið boðið upp á nýliðanámskeið. Að þessu sinni viljum við kanna hvort eftirspurn er eftir slíku og bjóðum upp á forskráningu í þeim tilgangi. Ef af verður mun námskeiðið verða 6 skipti alls í þrjá klst. í senn. Áhugasamir sem hafa áhuga á að mæta á slíikt námskeið senda póst á...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Líkt og undanfarin ár stendur Leikfélag Kópavogs fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6. og 7. bekk) og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára (8. bekk og eldri). Þau hefjast 8. sept. og standa til loka nóvember. Námskeið verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi. Námskeiðin munu standa í 11 vikur til og með 17. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir börn og...

Read More

Kynning á vetrardagskránni

Þriðjudaginn 8. sept. kl. 19.00 verður kynning á vetrardagskrá Leikfélags Kópavogs í Leikhúsinu að Funalind 2. Þar mun stjórn félagsins kynna hvaða sýningar, námskeið og aðrir leiklistarviðburðir verða á dagskránni á komandi vetri. Félagsmenn er hvattir til að mæta og nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir til að mæta, fræðast um félagið og starfsemina og hitta aðra félagsmenn. ATH! Upphaflegri tímasetningu hefur verið...

Read More