Author: lensherra

Aukasýning á Þremur systrum

Uppselt er á áður auglýsta lokasýningu á Þremur systrum sun. 2. mars. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á aukasýningu laugardaginn 8. mars. Hægt er að kaup miða á Midakaup.is/kopleik eða með því að senda póst á midasala@kopleik.is. Nánari upplýsingar um...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir nýliða

Mánudaginn 3. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Námskeiðið stendur í tvær vikur, hist verður sex sinnum, á mán., fim. og lau. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 7.500 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir...

Read More

Síðustu sýningar á Þremur systrum

Síðustu sýningar á Þremur systrum eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar verða nú um helgina. Sýningin sem var frumsýnd 31. janúar síðastliðinn hefur fengið mikið lof enda afar metnaðarfull uppsetning á þessu klassíska verki. Lárus Vilhjálmsson sagði m.a. í gagnrýni sinni: “… frábært afrek og gott dæmi um vel heppnað samstarf atvinnufólks og áhugafólks í sviðslistum. Þrjár Systur er sko ekki leiðinlegt. Það er fyndið, skemmtilegt og betra drama en þú sérð nokkurn tíma í sjónvarpinu og ég hvet alla til að fara á þessa æðislegu sýningu sem ég gef hiklaust fjórar stjörnur.” Miðasala er á midasala@kopleik.is en einnig er hægt að kaupa miða á...

Read More

Stuttvarpsleikhús af stokkunum

Leikfélag Kópavogs hefur, eins og áður hefur komið fram, ákveðið að koma á fót stuttvarpsleikhúsi á vef félagsins. Tilgangur Stuttvarpsleikhús Leikfélags Kópavogs er að flytja stutt leikrit eftir höfunda innan Leikfélags Kópavogs. Leikritin mega ekki vera lengri en 10 mínútur í fluttningi. Örn Alexandersson hefur veg og vanda af framtakinu og nú hefur hann boðað til samlestrar og spjalls miðvikudag 19. feb. kl. 20.00 í Leikhúsinu að Funalind 2. Áhugasamir mæti þangað eða hafi beint samband við Örn...

Read More