Author: lensherra

Stjörnuljósakvöld 4. janúar

Að venju heldur Leikfélag Kópavogs sitt árlega Stjörnuljósakvöld fyrsta laugardag á nýju ári. Þar munu leikfélagar, vinir og vandamnenn halda upp á afmæli félagsins (sem er reyndar 5. janúar) og fagna saman nýju ári. Leikdagskráin Á sama bekk verður flutt en hún samanstendur af leikþáttunum Komið og farið, Um það sem skiptir máli og Á sama bekk. Einnig troða upp No name dúettinn og að sjálfsögðu mun Leikhúsbandið láta stjörnuljós sitt skína. Gleðin verður haldin í Leikhúsinu Funalind 2 og húsið opnar kl. 19.00. Eitthvað af veitingum verður selt á staðnum en einnig má taka með nesti....

Read More

Hvað er svart, hvítt og þýtur um á hjólum?

Sveitin vs. Borgin. Fimm einstaklingar. Leyndarmál. Átök. Upplausn. Leikverk eftir Arnar Má og Axel Frans í samráði við leikara og í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. 2. önn leiklistarbrautar og 3. önn handritadeildar Kvikmyndaskóla Íslands sýna í Leikhúsinu, Funalind 2. MIÐAPANTANIR: (Frítt inn en senda þarf...

Read More

Samlestur á nýju verki 4. des

Boðað er til samlesturs á nýju íslensku leikverki hjá Leikfélagi Kópavogs, miðvikudaginn 4. des. kl. 20:00. Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Æfingar hefjast 6....

Read More

Ertu með í leikþætti?

Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 8. okt. kl. 20.00 í Leikhúsinu. Ætlunin er að kanna áhuga félagsmanna á þátttöku í leikdagskrá sem sýnd verður í nóvember. Hvetjum alla til að mæta hvort sem ætlunin er að stíga á svið eður...

Read More

Spennandi leiklistarnámskeið

Í næstu viku hefst leiklistarnámskeið á vegum félagsins undir stjórn Grímu Kristjánsdóttur. Á námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á persónusköpun og undirbúning leikara fyrir hlutverk í hverskonar leikverkefnum. Fyrri vikuna verður farið í æfingar sem kallast object exercise sem eru æfingar í persónusköpun og seinni vikuna verður farið í senu vinnu með persónunum sem búið er að vinna með fyrri vikuna. Gríma Kristjánsdóttir er kennari námskeiðsins, en hún lærði leiklist í CISPA í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2016. Hún hefur leikið víða, bæði í leikhúsi og kvikmyndum og kennt námskeið í leiklist í nokkur ár. Námskeiðið verður í 6 skipti...

Read More