Author: lensherra

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs

Leikfélag Kópavogs boðar til aðalfundar fimmtudaginn 4. júní kl. 20..00 í Leikhúsinu að Funalind 2. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnarkjör – Á fundinum þarf að kjósa: Varaformann til 2 ára. Meðstjórnanda til 2 ára 5 varamenn í stjórn til 1 árs. 2 félagslega endurskoðendur og 1 til vara Skuldlausir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundinum og geta boðið sig fram til stjórnar og annarra embætta. Hægt er að greiða félagsgjald 1.500 kr. í Sparisjóði Kópavogs 1135 – 26 – 41985 – kt. 700670-0749. Listi yfir skuldlausa félaga þ. 7. maí 2009: Lesa nánar: Aðalfundur Leikfélags Kópavogs...

Read More

Haustverkefnið hafið

Leikfélag Kópavogs hefur ráðið Vigdísi Jakobsdóttur til að setja upp sýningu hjá félaginu í haust. Sýningin verður unnin frá grunni með devised aðferðum og hefur verið ákveðið að hrinda verkefninu úr vör nú þegar. Hér með boðar því félagið vinnubúðir (workshop) með Vigdísi í Leikhúsinu til að undirbúa haustverkefnið. Unnið verður á eftirfarandi tímum: Lau. 16. maí kl. 9.30-12.30 Mið. 20. maí kl. 19.30-22.30 Fim. 21. maí kl. 11.00-14.00 (Uppst.dagur) Lesa nánar: Haustverkefnið...

Read More

Rúi og Stúi 2009

Leikfélag Kópavogs frumsýnir barnaleikritið Rúa og Stúa eftir Skúla Rúnar Hilmarsson og Örn Alexandersson, fimmtudaginn 30. apríl kl. 18.00 í Leikhúsinu við Funalind. Rúi og Stúi eru sérkennilegir uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er.Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina eins og gefur að skilja en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæjarstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggalegur karakter á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa. Sex leikarar taka þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Aðstoðarleikstjóri og allsherjarreddari er Sigrún Tryggvadóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir sér um leikmynd og lýsingu annast Arnar Ingvarsson og Skúli Rúnar Hilmarsson. Fjölmargir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóg til að gera sýninguna sem best úr garði....

Read More

Er eitthvað spunnið í þig?

Sunnudagskvöld eru spunakvöld hjá Leikfélagi Kópavogs. Við höfum verið að hittast á sunnudagskvöldum og æfa okkur í spuna og við myndum endilega vilja fá fleiri. Ef þú hefur áhuga á að eiga skemmtilega kvöldstund þar sem hlutirnir eru ekki teknir of alvarlega og gleðin er í fyrirrúmi þá komdu endilega í Leikhúsið, Funalind 2, kl. 20:00 næsta sunnudagskvöld. Lesa nánar: Er eitthvað spunnið í...

Read More