Author: lensherra

Frumsýning á Allt & Ekkert

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á ÖLLU & ENGU hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið hafði í upphafi vinnuheitið EKKERT og eins og það gefur til kynna byrjaði hópurinn með EKKERT í höndunum. EKKERT handrit. EKKERT haldreipi. Það var upphafið að ÖLLU & ENGU. Hópurinn, sem er samansettur af jafnt gömlum sem nýjum meðlimum LK, hefur komið víða við þessar vikur, en er núna kominn á áfangastað. ALLT & EKKERT hópurinn hefur grafið upp safn af sögum og mun í byrjun mars bjóða uppá líflegar frásagnir, kaffi og með því í hlýlegu og þægilegu umhverfi. Allt og ekkert sem þið hafið séð fram að þessu getur búið ykkur undir ALLT & EKKERT. Frumsýning á ALLT & EKKERT er föstudaginn 2. mars og byrjar sýningin klukkan 20. Hægt er að panta miða hér á vefnum og í síma...

Read More

Afmæli Leikfélags Kópavogs

Þann 5. janúar næstkomandi fagnar Leikfélag Kópavogs því að 50 ár eru liðin frá stofnun þess. Af því tilefni verður efnt til afmælisfagnaðar í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Allir félagar í Leikfélagi Kópavogs, fyrrverandi og núverandi, eru velkomnir ásamt öðrum velunnurum félagsins. Ýmislegt skemmtilegt verður á boðstólum fyrir afmælisgesti, margir félagar munu stíga á svið og skemmta með söngi og leik, atriði úr uppsetningum félagsins verða sýnd ásamt mörgu fleiru. Dagskráin hefst klukkan 20 og verður boðið upp á léttar...

Read More

Leiksýningin Ekkert

Æfingar eru hafnar með leikstjóranum Guðjóni Þorsteini Pálmasyni á leiksýningu sem hefur vinnuheitið Ekkert. Æfingar sem áætlaðar eru fram að jólum eru: Mánudagur 11. desember kl: 20-22:30 Miðvikudagur 13. desember kl. 20-22:30 Fimmtudagur 14. desember kl. 20-22:30 Laugardagur 16. desember 15-18 Mánudagur 18. desember 20-22:30 Þriðjudagur 19. desember 20-22:30...

Read More