Unglingadeild leikfélagsins frumsýnir á þriðjudag, 28. nóv. leikritið Draumaliðið. Leikritið hefur verið unnið í hópvinnu á námskeiði frá byrjun september undir handleiðslu tveggja kennara. Hópurinn hefur unnið mjög opið með hugmyndir um drauma og martraðir og úr hefur orðið leikritið Draumaliðið. Leiksýningin hefst kl. 18.00 og er ókeypis inn en panta þarf miða hér.

Leikhópurinn samanstendur af unglingum frá 12 ára aldri. Í ár er eldri og yngri hóp blandað saman og úr verður skemmtilega fjölbreyttur og breiður hópur. Leiðbeinendur á námskeiðunum og leikstjórar Draumaliðsins eru þau Gríma Kristjánsdóttir og Guðmundur L. Þorvaldsson.