Draumaliðið

Þri
28
nóv

Frá 18.00 til 18.45

Staður: Leikhúsið

www.kopleik.is

Miðaverð: Ókeypis

Unglingadeild leikfélagsins frumsýnir á þriðjudag leikritið Draumaliðið. Leikritið hefur verið unnið í hópvinnu á námskeiði frá byrjun september undir handleiðslu tveggja kennara. Hópurinn hefur unnið mjög opið með hugmyndir um drauma og martraðir og úr hefur orðið leikritið Draumaliðið. 

Leikhópurinn samanstendur af unglingum frá 12 ára aldri. Í ár er eldri og yngri hóp blandað saman og úr verður skemmtilega fjölbreyttur og breiður hópur. Leiðbeinendur á námskeiðunum og leikstjórar Draumaliðsins eru þau Gríma Kristjánsdóttir og Guðmundur L. Þorvaldsson.

Aftur í sýningalista

0 Slökkt á athugasemdum við Draumaliðið 725 24 nóvember, 2017 Miðasala-viðburðir nóvember 24, 2017

Stiklur úr sýningum