Eins og áður hefur verið upplýst er aðalverkefni vormisseris heimasmíðað verk sem gengið hefur undir vinnuheitinu Hringurinn.
Fimmtudaginn 15. desember er komið að því að ýta því formlega úr vör með kynningarfundi í Leikhúsinu. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningunni mæti þá sem og aðrir félagar sem vilja fylgjast með.
Verkefnisstjórar eru Hrefna Friðriksdóttir, Hörður Sigurðarson, Skúli Rúnar Hilmarsson og Sváfnir Sigurðarson og munu þau leiða áhugasama inn í heim Hringsins.
Kynningarfundurinn er í Leikhúsinu eins og áður sagði og hefst kl. 19.30.