Þann 5. janúar árið 1957 kom saman hópur Kópavogsbúa og stofnaði Leikfélag Kópavogs sem fagnar því 60 ára afmæli sínu í dag. Enn sér ekki fyrir endann á því ævintýri öllu saman. Leikfélagið hefur fagnað afmælinu í vetur með óvenju öflugri starfsemi. Félagsmenn LK, vinir og velunnarar halda upp á tímamótin á árlegri innanfélagsskemmtun LK, Stjörnuljósakvöldi, laugardaginn 7. janúar. Eitthvað smálegt verður þar til skemmtunar, myndasýningar og veitingar en fyrst og fremst er tækifæri til að nudda saman olnbogum og heilsa upp á gamla sem nýja félaga. Einhverjar veitingar verða á boðstólum. Húsið opnar kl. 19.30.