Þeir eru ófáir, félagarnir í Leikfélagi Kópavogs, sem hafa sótt sér þjálfun í Leiklistarskóla Bandalagsins – og hina bestu skemmtun í leiðinni. Hjá sumum er gagnið og gamanið svo mikið að þeir fara ár eftir ár!
Eins og fyrri ár verður skólinn starfræktur að Húnavöllum nú í júní. Fjögur námskeið eru í boði, í leiklist og leikritun. Skráning er hafin og stendur til 18. apríl og vert er að geta þess að Leikfélagið hefur styrkt þá sem farið hafa í skólann og mun svo verða einnig í ár. Næstum því allt um málið á heimasíðu Bandalagsins.