Þegar leikdagskráin, sem nú er í undirbúningi hefur runnið sitt skeið, hefjast æfingar á aðalviðfangsefni vetrarins. Leikfélagið hefur ráðið Rúnar Guðbrandsson, til að stýra. Verkið verður frumsýnt í janúar ef fer sem horfir og verður tilkynnt um verkefnavalið fljótlega. Rúnar hefur um áratugaskeið verið meðal okkar athyglisverðustu leikhúsmanna, sem leikari, höfundur og leikstjóri. Hann hefur jafnframt getið sér gott orð sem kennari, m.a. í Leiklistarskóla Bandalagsins.