Aðalfundur Leikfélagsins var haldinn í gær fimmtudaginn 4. júní. Eftirfarandi breytingar urðu á stjórn félagsins:
Sigrún Tryggvadóttir var kjörinn varaformaður til tveggja ára í stað Gísla B. Heimissonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Héðinn Sveinbjörnsson var endurkjörinn í stjórn til tveggja ára og var settur í embætti gjaldkera. Gríma Kristjánsdóttir var kjörin í aðalstjórn til eins árs. Aðrir í stjórn eru Hörður Sigurðarson formaður og Arnar Ingvarsson meðstjórnandi sem eiga eftir að sitja í eitt ár sem aðalstjórnarmenn. Varastjórn skipa Örn Alexandersson, Bjarni Guðmarsson, Ögmundur Jóhannesson, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir. Þeir þrír fyrstnefndu sitja áfram í varastjórn en Ágústa og Þórdís koma nýjar inn.
Lesa nánar: Ný stjórn kjörin á aðalfundi