Hin árlega innanfélagsskemmtun Leikfélags Kópavogs, Stjörnuljósakvöld verður haldin laugardaginn 9. janúar. Vanalega hefur skemmtunin verið haldið fyrstu helgi á nýju ári en ástæða þótti til að gefa fólki tækifæri til að jafna sig betur eftir áramótin að þessu sinni. Dagskráin verður fjölbreytt samkvæmt venju og samanstendur af leikþáttum og tónlistaratriðum og einhverju fleira. Af leikþáttum má nefna Að vera eða vera ekki, Systur sveina og Töfrabragð. Tónlistin er í höndum Leikhússbandsins (2/3 og mögulega gestur) og einnig troða upp þau Ágústa Sigrún og Sváfnir með Stjörnubjart sem er auðvitað mjög við hæfi þetta kvöld.
Að lokinni formlegri dagskrá blanda félagsmenn geði og stilla saman strengi fyrir komandi ár. Húsið opnar kl. 19.31 og formleg dagskrá hefst kl. 20.29. Aðgangur er ókeypis en félagsmenn og gestir þeirra þurfa að láta vita af komu sinni hér.
GLEÐILEGT ÁR!