Leikfélag Kópavogs frumsýnir Þjófa og lík, tvo einþáttunga eftir Dario Fo, sunnudaginn 30. október.
Nóbelsskáldið Dario Fo þarf vart að kynna enda hafa leikverk hans notið mikillar hylli hérlendis í gegnum tíðina. Spilling valdsins er rauður þráður í mörgum verka Dario Fo. Þau einkennast af bítandi húmor í garð valdhafa, hvort sem það er lögreglan, kaþólska kirkjan eða stjórnmálamenn. Þau eru einnig innblásin af ítalskri leikhúshefð ekki síst Commedia dell’arte. Leikþættirnir eru:
Lík til sölu
Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði
Sviðsmenn – Viktor Ingi Jónsson og Sigríður Elín Olsen
Ljósahönnun: Hjördís Berglind Zebitz
Aðstoð við ljósahönnun: Skúli Rúnar Hilmarsson
Hljóðmynd: Hörður Sigurðarson
Sýningarstjórn: Petra Ísold, Anna Margrét Pálsdóttir
Búninga- og leikmyndahönnun: María Björt Ármannsdóttir
Aðstoð við búninga og leikmynd – Dýrleif Jónsdóttir, Sara Rós Guðmundsdóttir
Einstök aðstoðarkona – Bjarklind Þór
Hvíslari á æfingum – Petra Ísold
Sérstakar þakkir: Enso