Áður en leikfélagið hleypir meðlimum út í vorið er blásið til vinnnudags sem lýkur síðan á grillteiti og samveru. Laugardaginn 7. júní kl. 10.00 hefst vinna í leikhúsinu og síðdegis strýkur fólk af sér svitann, grillar saman og lyftir kannski glasi til að kveðja liðið leikár.

Félagar og velunnarar eru hvattir til að mæta. Vinnuframlag verður eftir getu og tökum hvers og eins. Hægt er að gera mikið gagn þó unnið sé í stuttan tíma. Kaffi og með því á boðstólum fyrir vinnufólk og einnig gesti sem eru velkomnir í heimsókn. Óskað er eftir 500 kr. framlagi hjá þeim sem mæta í grillið og er fólk beðið að láta vita af mætingu þar svo hægt sé að skipuleggja innkaup.