Nýlega lauk aðalfundi Bandalags íslenskra áhugaleikfélaga sem að þessu sinni var haldinn Reykholti. Í tengslum við þingið var haldin einþáttungahátíð og átti LK þar fulltrúa sem sýndu tvo þætti úr leikdagskránni Harmur, hundar og hýrar konur sem var á fjölunum fyrr í vetur. Var þessu framlagi LK vel tekið en annars var hátíðin að sögn í rýrara lagi, a.m.k. miðað við það sem verið hefur.
Sjálfur aðalfundurinn var skilvirkur; á honum bar einna hæst erfið fjárhagsstaða hreyfingarinnar sem sér fram á niðurskurð í þjónustu ef ekkert verður að gert. Einnig er verið að skoða möguleika á að efna til stuttverkahátíðar á næsta ári innan NEATA-samstarfsins en að því standa Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin.