Author: lensherra

Amennur félagsfundur

Leikfélagið boðar til almenns félagsfundar sunnudaginn 24. jan. kl. 11.00 í híbýlum félagsins að Funalind 2. Á dagskrá er að kynna starfsemina nú á vorönn og kanna hverjir bjóða fram krafta sína til þeirra verkefna. Kaffi og kex á boðstólum svo ekki sé nú minnst á framúrskarandi...

Read More

Trú, von og trúðleikur 2015

Leikfélag Kópavogs sýnir leikdagskrána Trú, von og trúðleik, fimmtudaginn 8. jan. kl. 20.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Á dagskránni eru 6 leikþættir af ýmsum toga; Leikboðinn eftir Örn Alexandersson, Bæn eftir Fernando Arrabal, Man það ekki alveg… eftir Nick Zagone, Charlie eftir Fjölni Gíslason, Áttu íbúfen, ég er með svo mikla trúðverki eftir Fjölni Gíslason og Jón Gunnar Garðarsson og Á stofunni eftir Bjarna Guðmarsson. Trú, von og trúðleikur Leikboðinn e. Örn Alexandersson Leikari: María Björt Ármannsdóttir Leikstjórn: Sigrún Tryggvadóttir Áttu íbúfen, ég er með svo mikla trúðverki? e. Fjölni Gíslason Leikur og leikstjórn: Fjölnir Gíslason Bæn e. Fernando...

Read More

Engin hvíld hjá óþekkum

Þó að jólahátíðin sé að bresta á er ekkert lát á vinnusemi félagsmanna. Eftir vikuhvíld meðan leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands setti sýningu á svið í Leikhúsinu eru félagsmenn mættir aftur í húsið. Unnið er af kappi við undirbúning Stjörnuljósakvölds þar sem ætlunin er m.a. að frumsýna 3 leikþætti. Dagskrá Stjörnuljósakvölds verður auglýst betur síðar. Einnig er verið að æfa og undirbúa farsann sem frumsýna á í febrúar. Ljóst er að lítið verður um frí hjá mörgum nema yfir...

Read More

Strandaglópar 2014

Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir frumsamið leikrit er nefnist Strandaglópar, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 19.00.Leikritið segir frá hópi fólks sem verður skipreika á eyðieyju þar sem ýmsar hættur leynast. Leikstjóri er Guðmundur L. Þorvaldsson og Helga Björk Pálsdóttir hefur verið honum til aðstoðar. Sex leikarar taka þátt í sýningunni, þau Antonía Eir Skúladóttir, Ásdís Ægisdóttir, Embla María Arnarsdóttir, Haukur Guðnason, Margrét Rún Styrmisdóttir, Unnur Hlíf Rúnarsdóttir. Miðaverð er 500 kr. og hægt er panta miða á midasala@kopleik.is eða í síma 554 1985. Aðeins 2 sýningar eru fyrirhugaðar, fim. 27. nóv. eins og áður segir og fös. 28. nóv. Nánari upplýsingar um sýninguna má fá...

Read More

Hugleikur ýlir

Föstudaginn 21. nóvember frumsýnir Leikfélagið Hugleikur veglega stuttverkadagskrá. Í boð eru ótal ólík verk til að feykja á brott sígandi skammdegi nóvember mánaðar. Þar má finna fláráðar konur, ýlandi karla, anda, asna og austurríska kanslara. Alls verða tvær sýningar: Föstudaginn 21. nóvember kl. 20. Sunnudaginn 23. nóvember kl. 20 Aðgangseyrir 2.000 kr. – tilboð til félagsmanna LK kr. 1.000. Hægt er að panta miða hér. Takið fram frá hvaða leikfélagi þið...

Read More