Author: lensherra

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2008 – Fundargerð

Gísli formaður leggur til að Örn verði fundarstjóri og Héðinn verði fundarritari. Samþykkt með lófaklappi. Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu Gísli formaður gerði grein fyrir starfsárinu sem nú er liðið – sjá skýrslu stjórnar Umræða um skýrslu stjórnar Fyrirspurn um leiksýninguna Bingó og ferð hennar til Riga Stjórnarkjör Ágústa í uppstillingarnefnd fjallaði um stjórnina og hverjir myndu halda áfram. Gísli formaður væri búinn að sitja í 2 ár og því ætti að kjósa um formann. Hörður á eitt ár eftir sem varaformaður, Héðinn situr áfram – á eitt ár eftir. Kjörtímabili Arnars og Arnar er lokið og vill Örn gjarnan sitja í varastjórn. Arnar býður sig til stjórnar og Sigrún Tryggvadóttir einnig. Formannskjör Hörður Sigurðarson gefur kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti Herði og telst Hörður því sjálfkjörinn. Hörður er kosinn til tveggja ára Varaformannskjör Gísli Björn Heimisson gefur kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti Gísla og telst hann því sjálfkjörinn. Gísli er kosinn til eins árs Stjórnarkjör Sigrún og Arnar gefa kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti þeim og teljast þau því sjálfkjörin. Sigrún og Arnar eru kosin til tveggja ára Varastjórn Til varastjórnar buðu sig Ögmundur Jóhannesson, Bjarni Guðmarsson, Gríma Kristjánsdóttir, Örn Alexandersson og Sveinn Ásbjörnsson. Enginn gaf kost á sér á móti þeim og teljast þau því sjálfkjörin. Aðrar kosningar Engar Lagabreytingar Engar...

Read More

Fjallið 2020

Einar ráðherra þarf að bregðast við slæmri niðurstöðu í skoðanakönnunum og hvað gerir sjóaður pólitíkus þá? Jú, hann hrindir auðvitað í framkvæmd svo stórhuga verkefni að allt annað verður eins og hjóm í samanburðinum.Fjallið er nýtt íslenskt leikverk sem var frumsýnt um liðna helgi. Verkið er eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir. Næsta sýning er mið. 26. feb. kl. 20.00. Miðapantanir eru hér. Félagsmenn eiga sem endranær frímiða á sýningu. Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka...

Read More

Fjallið – miðapantanir

Miðaverð er 3.000 kr. Greitt er á staðnum við mætingu. Sýningum á Fjallinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna samkomubanns.  

Read More

Fjallið

Við sem lifum venjulegu lífi þekkjum ekki hvað það er að vera stöðugt metin í skoðanakönnunum. Stjórnmálamenn eru stöðugt undir smásjá og metnir í skoðanakönnunum og þurfa að taka mið af niðurstöðum. Stíga niður eða stíga fram. Þegar persónan „Einar ráðherra“ fær afleita niðurstöður úr slíkri könnun rétt fyrir kosningar, er aðeins um eitt að ræða. Að koma með krassandi hugmynd, svo magnaða, að allir kjósendur kikna í hnjánum og kjósa hann aftur. Sumir lofa öllu fögru en aðrir eru menn framkvæmda og láta verkin tala. Slíkur ráðherra er Einar í gamanleikritinu „Fjallið“ eftir Örn Alexandersson sem Leikfélag Kópavogs...

Read More

Á sama bekk – leikdagskrá 2020

Komið og farið eftir Samuel Beckett í þýðingu Árna Ibsen. Leikarar Birgitta Hreiðarsdóttir, Ólöf P. Úlfarsdóttir og Þórdís Sigurgeirsdóttir, leikstjóri Hörður Sigurðarson. Um það sem skiptir máli eftir Jeannie Webb, leikarar María Björt Ármannsdóttir og Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir, þýðandi og leikstjóri Sigrún Tryggvadóttir. Á sama bekk eftir Sævar Sigurgeirsson, leikarar Guðný Sigurðardóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson, leikstjóri Hörður Sigurðarson. Lýsing Skúli Rúnar Hilmarsson. Búningar María Björt Ármannsdóttir og leikhópurinn. Sýnt í Leikhúsinu, Funalind 2, fim. 9. janúar kl. 19.30....

Read More