Aðalfundur Leikfélags Kópavogs 2008 – Fundargerð
Gísli formaður leggur til að Örn verði fundarstjóri og Héðinn verði fundarritari. Samþykkt með lófaklappi. Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu Gísli formaður gerði grein fyrir starfsárinu sem nú er liðið – sjá skýrslu stjórnar Umræða um skýrslu stjórnar Fyrirspurn um leiksýninguna Bingó og ferð hennar til Riga Stjórnarkjör Ágústa í uppstillingarnefnd fjallaði um stjórnina og hverjir myndu halda áfram. Gísli formaður væri búinn að sitja í 2 ár og því ætti að kjósa um formann. Hörður á eitt ár eftir sem varaformaður, Héðinn situr áfram – á eitt ár eftir. Kjörtímabili Arnars og Arnar er lokið og vill Örn gjarnan sitja í varastjórn. Arnar býður sig til stjórnar og Sigrún Tryggvadóttir einnig. Formannskjör Hörður Sigurðarson gefur kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti Herði og telst Hörður því sjálfkjörinn. Hörður er kosinn til tveggja ára Varaformannskjör Gísli Björn Heimisson gefur kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti Gísla og telst hann því sjálfkjörinn. Gísli er kosinn til eins árs Stjórnarkjör Sigrún og Arnar gefa kost á sér. Enginn gefur kost á sér á móti þeim og teljast þau því sjálfkjörin. Sigrún og Arnar eru kosin til tveggja ára Varastjórn Til varastjórnar buðu sig Ögmundur Jóhannesson, Bjarni Guðmarsson, Gríma Kristjánsdóttir, Örn Alexandersson og Sveinn Ásbjörnsson. Enginn gaf kost á sér á móti þeim og teljast þau því sjálfkjörin. Aðrar kosningar Engar Lagabreytingar Engar...
Read More