Author: lensherra

Við byggjum leikhús

Á næstunni verður unnið í Leikhúsinu sem hér segir: Laugardagur 5. júlí, kl. 10.00 -15.00 Þriðjudagur 8. júlí, kl. 19.30 – 23.00 Laugardagur 12. júlí, kl. 10.00 -15.00 Hver mínúta sem menn geta lagt af mörkum skiptir máli! Tengiliðir vegna vinnunnar eru: Hörður s. 860-0105 Gísli s. 822-8426 Örn s....

Read More

Skýrsla stjórnar Leikfélags Kópavogs 2007-2008

Nú leikárið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur tilbaka. Þetta leikár sem nú er að líða verður líklega helst í minnum haft fyrir tvennar sakir. Þetta leikár var einungis ein leiksýning frumsýnd, Börn Mánans, sem unglingarnir okkar settu upp af miklum myndugleik en það markverðasta er þó, að við eignuðumst loks okkar eigið leikhús, Leikhúsið við Funalind. Ýmislegt annað markvert gerðist þó einnig á þessu 51. leikári leikfélagsins. Sjö félagsmenn okkar sóttu Leiklistarskóla BÍL síðastliðið sumar (2007) og sóttu þar ýmis námskeið. Álíka margir munu sækja skólann nú í ár. Þann 20. júlí á síðasta ári skrifaði Örn Alexandersson, gjaldkeri félagsins, undir kaupsamning á Funalind 2. Áður hafði stjórn félagsins staðið í ströngum samningaviðræðum við eiganda Funalindarinnar og Kópavogsbæ svo að draumur okkar gæti orðið að veruleika. Við sættumst á kaupverð (48 milljónir kr.) og svo var samið og að lokum skrifað undir. Á sama tíma voru nokkrir félagar úr Leikfélagi Kópavogs á hinni árlegu alþjóðlegu leiklistarhátíð IATA í Suður-Kóreu þar sem LK ásamt leikfélaginu Hugleik sýndi Memento Mori. Var það að líkindum lokasýning á því verki sem frumsýnt var árið 2004 og hefur því lifað lengur en flest. Kóreuferðin tókst afar vel og var okkur til sóma á listasviðinu. Hún var einnig mjög eftirminnileg fyrir margar aðrar sakir ekki síst veðurfarið enda afar heitt og rakt í Suður-Kóreu á þessum árstíma. Um leið og við...

Read More

Leikhúsið opnar í haust

LK stefnir að því að opna leikhúsið í Funalind í september.Á aðalfundi var samþykkt að gefa húsinu nafnið Leikhúsið. Framundan á næstu 2-3 mánuðum er mikill vinnusprettur til að koma Leikhúsinu okkar í starfhæft ástand fyrir komandi leikár. Það skiptir miklu máli að sem flestir geti lagt hönd á plóginn. Leikfélagið ætlast til að hver maður geri skyldu sína. Fastir vinnutímar í húsinu eru á þriðjudögum frá kl. 20.00 og á laugardögum frá kl. 10.00. Þar fyrir utan er unnið þegar færi gefst. Tengiliðir vegna vinnunnar eru: Hörður s. 860-0105 Gísli s. 822-8426 Örn s. 692-9692 Hver viðbótarhönd skiptir máli! Kveðja frá stjórn...

Read More

Áfram unnið í Leikhúsinu

Á fimmtudaginn kemur, þann 26. júní verður allsherjarvinnudagur í Leikhúsinu við Funalind. Allnokkuð hefur unnist undanfarnar vikur og má t.d. nefna að búið er að koma upp burðarvirkiinu að tæknibúrinu þar sem aðsetur ljósa- og hljóðmanna verður. Þeir sem hafa á því tök, mæta um morguninn en aðrir seinnipart dags eða þegar þeir geta. Munið að margar hendur vinna létt verk. Allir meðlimir og velunnarar eru hvattir til að líta við hvort sem þeir hafa tök á að leggja vinnunni lið eða ekki. Heitt verður á könnunni og fólk er hvatt til að líta við og skoða hvernig framkvæmdum...

Read More

Ný stjórn kjörin á aðalfundi LK

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs var haldinn fimmtudaginn 5. júní síðastliðinn. Ný stjórn var kjörin og skipa hana eftirtaldir: Hörður Sigurðarson, formaður Gísli Björn Heimisson, varaformaður Héðinn Sveinbjörnsson, ritari Arnar Ingvarsson meðstjórnandi Sigrún Tryggvadóttir, meðstjórnandi Í varastjórn voru kjörin: Bjarni Guðmarsson, Gríma Kristjánsdóttir, Sveinn Ásbjörnsson, Ögmundur Jóhannesson, Örn Alexandersson Þess má geta að Örn gaf ekki kost á sér áfram í aðalstjórn eftir 16 ára samfellda setu þar og er líklegt að um met sé þar að...

Read More