Author: lensherra

Vinnukvöld

Kæru félagar Miðvikudagskvöldið 28. nóvember kl. 20:00 verður vinnukvöld í Funalindinni. Hörður ætlar að stjórna vinnu við að setja upp vegg og þarf nokkra til þess að hjálpa við þá vinnu. Margt er eftir að gera í húsinu og væri gott ef áhugasamir myndi mæta og hjálpa til. Kv....

Read More

Leikfélag Kópavogs eignast leikhús

Laugardaginn 3. nóvember var undirritaður rekstrar- og samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Leikfélags Kópavogs í nýju húsnæði leikfélagsins að Funalind 2 í Kópavogi. LK, sem varð 50 ára á árinu, tók um leið formlega við húsnæðinu. Hér er um tímamót að ræða því húsið að Funalind verður fyrsta eiginlega leikhúsið í Kópavogi, þ.e. hús sem er ætlað fyrst og fremst til leiksýninga. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Gísli Björn Heimisson, formaður LK undirrituðu samninginn. Ómar Stefánsson,formaður bæjarráðs hélt stutta tölu og óskaði LK og bæjarbúum til hamingju með tímamótin. Félagar í LK sýndu atriði við undirritunina og unglingadeildin framdi táknrænan gerning þegar tekið var við húsinu. Hönnunarvinnu er að mestu lokið og er stefnt að því að ljúka breytingum á húsinu svo að það henti leikhúsi fyrir áramót....

Read More

Námskeið í leikhússporti og spuna

Nú á haustdögum fer af stað námskeið í leikhússporti hjá Leikfélagi Kópavogs. Við erum búin að rýma til í Funalindinni og útbúa æfingaaðstöðu þannig að nú er okkur ekki til setunnar boðið og mun námskeiðið hefjast fimmtudaginn 25. október næstkomandi. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa á að læra leikhússport eða æfa sig í spuna, en námskeiðið verður haldið einu sinni í viku, á fimmtudögum, allavega til að byrja með, og einnig munum við halda leikhússportkeppnir. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig sendið nafn og póstfang á leikhussport@gmail.com. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gísli Björn Heimisson. Lesa nánar: Námskeið í leikhússporti –...

Read More

Aðalfundur Leikfélags Kópavogs

Næstkomandi mánudag, 27. ágúst, kl. 20:00 verður haldinn aðalfundur Leikfélags Kópavogs í nýju húsnæði félagsins að Funalind 2. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður rætt um næsta leikár, breytingar sem fyrirhugaðar eru á nýju leikhúsi félagsins, nýr rekstrarsamningur kynntur og fleira. Við í stjórn leikfélagsins vonumst til að sem flestir sjái sér fært að líta við og sjá nýja leikhúsið okkar. Stjórn Leikfélags...

Read More