Author: lensherra

Húsnæðismál Leikfélags Kópavogs

Í byrjun september var LK tjáð að af hálfu Félagsheimilis Kópavogs að allri starfsemi þess yrði hætt frá og með 1. júlí 2007. Þann 27. september var stjórn boðuð á fund með bæjarritara Páli Magnússyni til að tjá okkur uppsögn á aðstöðu félagsins. Á þeim fundi kom fram að hugsanlega yrði hafist handa við framkvæmdir í FK eftir áramót og því einhver truflun vegna þeirra. Þá lá heldur ekki ljóst fyrir hvort eða hvaða aðstöðu LK fengi til starfseminar þar sem ákvörðun um slíkt hafi ekki verið tekin að hálfu Kópavogsbæjar. Var okkur tjáð að við yrðum látin vita...

Read More

Bingó hjá LK og Hugleik á vordögum

Eins og tilkynnt var fyrir fáeinum dögum ætla Leikfélag Kópavogs og Hugleikur að sýna á vordögum leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Nú er búið að manna sýninguna og er þessir í hlutverkum: Frá Leikfélagi Kópavogs: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Helgi Róbert Þórisson Víðir Örn Jóakimsson Frá Hugleik: Anna Bergljót Thorarensen Jenný Lára Arnórsdóttir Júlía Hannam Æfingar hefjast strax nú í desember, en gert er ráð fyrir frumsýningu í...

Read More

Leikfélag Kópavogs 50 ára

Leikfélag Kópavogs verður 50 ára þann 5. janúar næstkomandi og af því tilefni efnum við til kvöldskemmtunar í félagsheimili Kópavogs. Þeir sem áhuga hafa á því að vera með innlegg í dagskrána eru beðnir um að senda inn línu á lk@kopleik.is. Dagskráin verður auglýst...

Read More

Dagur stuttverka í Leikfélagi Kópavogs

Næstkomandi sunnudag, þann 3. desember, verða sýnd þrjú stuttverk í hjáleigu Leikfélags Kópavogs. Sýningin hefst klukkan 17. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er fyrir félagsmenn. Á dagskránni eru stuttverk eftir þrjá nýja höfunda hjá Leikfélagi Kópavogs: Kaffi og með því eftir Guðmund Lúðvík Þorvaldsson Ofsaveður eftir Gísla Björn Heimisson Tif eftir Hörð Skúla Daníelsson Miðapantanir eru á midasala@kopleik.is Góða...

Read More

Úrslit í stuttverkasamkeppni BÍL tilkynnt

Verðlaun í stuttverkasamkeppni Bandalags Íslenskra leikfélaga var tilkynnt við hátíðlega athöfn á föstudaginn síðastliðinn. Fyrstu verðlaun hlaut Helga Hreinsdóttir fyrir Undinn upp á þráð-bráð. í öðru til þriðja sæti með jafnan atkvæðafjölda lentu Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson með Kaffi og með því og Hrefna Friðriksdóttir með Einu sinni sem oftar. Til gamans má geta að nemendur í leikritunarnámskeiði Leikfélags Kópavogs voru stórtækir í þessari keppni og var Guðmundur L. Þorvaldsson með tvö verk í keppninni, Hörður S. Daníelsson var einnig með tvö verk í keppninni og Gísli B. Heimisson var með eitt verk í...

Read More