Næstkomandi föstudag, 18. janúar, frumsýnir leikhópurinn ONE leikritið Tamam Shud í Leikhúsinu. Þar er rifjuð upp furðuleg óleyst gáta um ókunnan mann sem fannst látinn á sjávarströnd í Ástralíu árið 1948. Nafnið vísar til texta á smámiða sem hinn látni bar á sér og mun þýða „endir“. Á sögunni eru margar kynlegar hliðar og menn eru enn að reyna að fá botn í þetta dularfulla mál – í verkinu er því m.a. velt upp hversu langt eigi að ganga í leitinni að sannleikanum. Fimm sýningar eru fyrirhugaðar og miðasalan fer fram í gegnum netfangið leikmidi@gmail.com eða í síma 7705085. Athugið að aldurstakmark er 12 ára.
Hver var maðurinn á ströndinni?
Næstkomandi föstudag, 18. janúar, frumsýnir leikhópurinn ONE leikritið Tamam Shud í Leikhúsinu. Þar er rifjuð upp furðuleg óleyst gáta um ókunnan mann sem fannst látinn á sjávarströnd í Ástralíu árið 1948. Nafnið vísar til texta á smámiða sem hinn látni bar á sér og mun þýða „endir“. Á sögunni eru margar kynlegar hliðar og menn eru enn að reyna að fá botn í þetta dularfulla mál – í verkinu er því m.a. velt upp hversu langt eigi að ganga í leitinni að sannleikanum. Fimm sýningar eru fyrirhugaðar og miðasalan fer fram í gegnum netfangið leikmidi@gmail.com eða í síma 7705085. Athugið að aldurstakmark er 12 ára.