Leiklistarnámskeið/kynning í Leikhúsinu
Guðrún Sóley sem hefur starfað með leikfélaginu og er nú nemandi í leiklist við Royal Conservatoire of Scotland (betur þekktur sem Royal Scottish) heldur leiklistarnámskeið í Leikhúsinu Funalind 2 á Skírdag, fimmtudaginn 17. apríl. Royal Scottish er einn fremsti leiklistarskóli í Evrópu og námið, BA (Hon) Contemporary Performance Practice, einstakt og eingöngu kennt í þessum skóla. Þetta er fjögurra ára leiklistarnám í sviðslistum, með áherslu á að læra í gegnum persónulega reynslu og miðla til annarra. Námið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi þar sem hver nemandi fer sína eigin leið. Allar upplýsingar um námið er hægt að finna á www.rcs.ac.uk og með því að senda Guðrúnu Sóleyju tölvupóst. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið/kynning í...
Ert þú á leið í Leiklistarskóla BÍL?
Eins og venjulega mun leikfélagið styrkja félagsmenn til náms í Leiklistarskóla BÍL í sumar. Upphæðin fer eftir fjölda umsækjanda. Skilyrði fyrir styrk eru að viðkomandi sé skuldlaus meðlimur, hafi starfað með félaginu einhverntíma á undanförnum tveimur árum og hyggist starfa með félaginu á næsta leikári. Áhugasamir sendi umsókn um styrk til...
Leiklistarnámskeið fyrir nýliða
Mánudaginn 3. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Námskeiðið stendur í tvær vikur, hist verður sex sinnum, á mán., fim. og lau. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 7.500 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér. Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir...
Fullbókað á nýliðanámskeið
Fullbókað er á námskeið fyrir nýliða sem hefst núna á mánudag 10. feb. og biðlisti hefur myndast. Verið er að skoða möguleika á að hafa annað samskonar námskeið sem mun hefjast í byrjun mars. Áhugasamir geta sent póst á lk@kopleik.is og beðið um að vera á lista. Nánar verður sagt frá aukanámskeiði fljótlega. Lesa má um fyrirkomulag námskeiðsins...
Námskeið fyrir nýliða
Mánudaginn 10. febrúar hefst leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun. Námskeiðið stendur í tvær vikur, hist verður sex sinnum, á mán., fim. og lau. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 7.500 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr. Lesa nánar: Námskeið fyrir...
Leiklistarsaga
Föstudaginn 4. okt. verður fitjað upp á nýjung í félagsstarfinu. Þá efnir Hörður Sigurðarson til fyrirlesturs um leiklistarsöguna. Fyrirlesturinn verður í tveimur hlutum, sá fyrri verður fluttur í Leikhúsinu föstudaginn 4. okt. og hefst kl. 19.30 en sá seinni föstudaginn 1. nóv. á sama stað og tíma. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir alla áhugamenn og hægt að lofa fróðleik og góðri...
Leiklistarnámskeið fyrir unglinga fædda 1991-1994
Leikfélag Kópavogs heldur leiklistarnámskeið fyrir unglinga með yfirskriftinni "Að segja sögu á sviði". Kennari er Anna Brynja Baldursdóttir sem hefur numið leiklist í Rose Bruford College á Englandi og hefur einnig lokið námi í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. október. Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudgum og fimmtudögum kl. 16.30-18.30 að jafnaði, með nokkrum undantekningum. Námskeiðið fer fram í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi. Námskeiðið er öllum opið sem uppfylla aldursskilyrði en núverandi meðlimir unglingadeildar LK ganga fyrir með pláss og Kópavogsbúar hafa forgang fram yfir aðra. Námskeiðið er ætlað ungu fólki með áhuga á leiklist og er gerð krafa um góða mætingu og aga hjá þátttakendum. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir unglinga fædda...
Leiklistarnámskeið fyrir unglinga
Leiklistarnámskeið fyrir unglinga er hafið hjá Leikfélagi Kópavogs. Námskeiðið er ætlað ungu fólki í Kópavogi í 8. til 10. bekk grunnskóla. Æfingar er tvisvar í viku þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 16:30 til 18:30. Námskeiðið er fram yfir áramót og endar svo með uppfærslu á afrakstrinum. Leiðbeinandi er Sigurþór Albert Heimisson. Þátttökugjald er 5000 krónur, en afsláttur er veittur fyrir börn félagsmanna. Námskeiðið er haldið í Hjáleigu Félagsheimilis Kópavogs, Fannborg 2. Ef óskað er nánari upplýsingar er hægt að senda póst á...
Námskeið í leikritun
Leikfélag Kópavogs verður með námskeið í leikritun bráðlega og stjórn þess verður í styrkum höndum Hrefnu Friðriksdóttur. Á námskeiðinu verður farið í leikritun og verður sjónum einkum beint að skrifum á styttri verkum/einþáttungum. Námskeiðið verður 30 klst. og verður á eftirfarandi tímum: Laugardaginn 23. september kl. 10-16 Sunnudaginn 24. september kl. 10-16 Þriðjudaginn 3. október kl. 20-23 (getur breyst) Laugardaginn 7. október kl. 10-16 Sunnudaginn 8. október kl. 10-16 Fimmtudagurinn 12. október kl. 20-23 Þetta verða semsagt tvær helgar og tveir dagar. Námskeiðið kostar ekkert fyrir félagsmenn en 3000 kr. fyrir aðra, og félagsmenn hafa forgang við innritun á námskeiðið. Þeir sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin ættu því að gera það hið...
Umsókn á námskeið 2023
Námskeið hafið og lokað fyrir umsóknir.