Author: lensherra

Leiklistarnámskeið fyrir unglinga fædda 1991-1994

Leikfélag Kópavogs heldur leiklistarnámskeið fyrir unglinga með yfirskriftinni “Að segja sögu á sviði”. Kennari er Anna Brynja Baldursdóttir sem hefur numið leiklist í Rose Bruford College á Englandi og hefur einnig lokið námi í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. október. Kennt verður tvisvar í viku á þriðjudgum og fimmtudögum kl. 16.30-18.30 að jafnaði, með nokkrum undantekningum. Námskeiðið fer fram í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi. Námskeiðið er öllum opið sem uppfylla aldursskilyrði en núverandi meðlimir unglingadeildar LK ganga fyrir með pláss og Kópavogsbúar hafa forgang fram yfir aðra. Námskeiðið er ætlað ungu fólki með áhuga á leiklist og er gerð krafa um góða mætingu og aga hjá þátttakendum. Lesa nánar: Leiklistarnámskeið fyrir unglinga fædda...

Read More

Stofnfélagar viðstaddir vígslu Leikhússins

Leikhúsið okkar var vígt á laugardaginn var þegar Skugga-Sveinn var frumsýndur við góðar undirtektir áhorfenda. Sérlega ánægjulegt var að nokkrir stofnfélagar Leikfélagsins voru viðstaddir sýninguna og má sjá þá hér á myndinni til hliðar. Þetta er fólkið sem fyrir rúmri hálfri öld stofnaði leikfélag af bjartsýni og dug í litlu bæjarfélagi. Ekki var annað að sjá og heyra en að stofnfélagarnir væru ánægðir með sýninguna, nýtt húsnæði félagsins og framtíð...

Read More

Skugga-Sveinn 2008

Höfundur: Matthías JochumssonLeikgerð: Ágústa Skúladóttir og leikhópurLeikstjóri Ágústa Skúladóttir Aðstoðarleikstjóri Sigrún Tryggvadóttir Frumsamin tónlist HópurinnLeikmynd HópurinnRáðgjöf við gerð leikmyndar Frosti Friðriksson Búningar Gígja Ísis GuðjónsdóttirAðstoð við sauma Ellý Steinsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir Lýsing Skúli Rúnar HilmarssonLjósamaður Arnór ArnórssonFörðun Sara Valný SigurjónsdóttirLeikskrá og plakat Einar Þór Samúelsson (hugsaseris) Ljósmyndir Héðinn Sveinbjörnsson / Heiðar Kristjánsson PR Héðinn Sveinbjörnsson og Erla Karlsdóttir Persónur og leikendurSkugga-Sveinn Baldur Ragnarsson Ásta Gríma Kristjánsdóttir Sigurður í Dal, faðir hennar Bjarni Guðmarsson Lárenzíus, sýslumaður Hörður SigurðarsonÖgmundur Arnar Ingvarsson Ketill skrækur Bjarni BaldvinssonJón sterki Sveinn Óskar Ásbjörnsson Grasa-Gudda Bjarni BaldvinssonGvendur smali Guðrún Sóley SigurðardóttirGrímur Gísli Björn Heimisson HólapiltarHelgi Arnar IngvarssonMargrét Guðrún Sóley Sigurðardóttir Hróbjartur Sveinn Óskar...

Read More

Frumsýning á Skugga-Sveini

Leikfélag Kópavogs frumsýnir 19. október þann sígildasta af öllum sígildum, sjálfan Skugga-Svein Matthíasar Jochumssonar. Verkið er sýnt í glænýrri leikgerð, sem löguð er að kröfum tímans. Skugga-Sveinn er jafnframt vígslusýning Leikhússins sem nýs leikhús félagsins í Funalind 2 í Kópavogi. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en uppfærslur hennar á undanförnum árum hafa þótt með því ferskasta í íslensku leikhúsi, sýningar á borð við Klaufa og kóngsdætur, Eldhús eftir máli, Stórfengleg, Grimms og margar fleiri. Næstu sýningar verða sem hér segir: Fim. 23. okt. kl. 20.00 Þri. 28. okt. kl. 20.00 Þri. 4. nóv. kl. 20.00 Fös.. 7. nóv. kl. 20.00 Miðaverð er 1.500 kr. Verð fyrir hópa, námsmenn, aldraða og öryrkja er 1.000 kr. Miðapantanir má senda í tölvupósti á midasala@kopleik.is...

Read More

Skugga-Sveinn opnunarsýning í nýju leikhúsi

Nú standa yfir æfingar á Skugga-Sveini í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Áætluð frumsýning er 19. október. Samhliða æfingum er verið að leggja lokahönd á framkvæmdir við Leikhúsið við Funalind. Öll aðstoð við vinnuna er vel þegin. Æfinga- og vinnuplan má sjá hér og og má fólk mæta á þeim vinnutímum sem þar eru gefnir upp. Lesa nánar: Skugga-Sveinn opnunarsýning í nýju...

Read More